Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni ÍSAM ehf., Fastusar ehf. og Aðalkots ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 37/2014
  • Dagsetning: 16/12/2014
  • Fyrirtæki:
    • Fastus ehf.
    • Aðalkot ehf.
    • ÍSAM ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Heilbrigðis- og félagsmál
    • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna ÍSAM ehf., Fastusar ehf. og Aðalkots ehf. ÍSAM er í eigu Kristins ehf. sem er eignarhaldsfélag í eigu Guðbjargar M. Matthíasdóttur. ÍSAM er framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki sem rekur eina stærstu heildverslun landsins með m.a. matvörur, golfvörur, hjúkrunarvörur og tóbak. Matvælaframleiðsla fyrirtækisins fer fram hjá dótturfyrirtækjunum ORA, Frón, Kexsmiðjunni og Myllunni. Fastus er þjónustufyrirtæki sem skiptist í annars vegar heilbrigðissvið og hins vegar fyrirtækjasvið. Á heilbrigðissviði þjónar fyrirtækið heilbrigðisstofnunum með tækjum, búnaði og rekstrarvörum. Fyrirtækjasvið þjónar aðallega stofnana- og veitingamarkaði með tækjum, búnaði og rekstarvörum fyrir matvælaframleiðslu. Starfsemi samrunaaðila er að mestu leyti á ólíkum sviðum og leiðir samruninn til óverulegrar samþjöppunar á markaði fyrir innflutning, sölu og dreifingu á tilteknum vöruflokkum heilbrigðisvara. Að undangeninni rannsókn, er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.