Samkeppni Logo

Kaup Samherja hf. á ESTIA ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Samherja hf. á ESTIA ehf., sem er eignarhaldsfyrirtæki sem m.a. á að stærstum hluta Slippinn Akureyri ehf. Með viðskiptunum kemur Samherji til með að hafa yfirráð yfir Slippnum Akureyri. Samherji er eitt umsvifamesta útgerðarfyrirtæki landsins og Slippurinn Akureyri er stærsti slippur landsins. Með viðskiptunum kemur því til með að skapast lóðrétt samþætting að því leyti að samhliða útgerð þá kemur samstæða Samherja til með að eiga Slippinn Akureyri sem veitir útgerðarfyrirtækjum nauðsynlega viðgerðar- og viðhaldsþjónustu. Því telur Samkeppniseftirlitið tilefni vera til þess að tryggja jafnan aðgang útgerðarfyrirtækja að þjónustu fyrirtækisins. Hafa viðræður við samrunaaðila því leitt til þess að þeir hafa undirgengist sátt við eftirlitið sem tryggja á jafnan aðgang útgerðarfyrirtækja að þjónustu fyrirtækisins. Er að mat eftirlitsins að sáttinn eyði þeim hugsanlegu neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem ella kynnu að leiða af samrunanum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

38 / 2014

Dagsetning
19. desember 2014
Fyrirtæki

ESITA ehf.

Samherji hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.