Samkeppni Logo

Samruni Pressunnar ehf. og DV ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning um samruna Pressunnar ehf. og DV ehf. ásamt samrunaskrá þann 13. nóvember 2014 vegna kaupa Pressunnar ehf. á samtals 70,84% hlutafjár í DV ehf. Umrædd kaup fólu í sér samruna að mati eftirlitsins í skilningi 17. gr. samkeppnislaga og 62. gr. b fjölmiðlalaga. Við meðferð málsins barst beiðni um undanþágu frá banni við framkvæmd samruna DV og Pressunnar, sbr. 4. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga, á meðan eftirlitið fjallar um hann. Með vísan til þeirra röksemda sem færðar voru fram féllst eftirlitið á að veita umrædda undanþágu.

Að mati Samkeppniseftirlitsins voru þeir markaðir sem samruninn hafði einkum áhrif á annars vegar markaður fyrir vefmiðla / fréttaveitu á netinu og hins vegar markaður fyrir auglýsingar í vefmiðlum. Samruninn fól í sér láréttan samruna þar sem hvorugur samrunaaðila er markaðsráðandi á þessum mörkuðum og því ljóst að samruninn hafði ekki í för með sér styrkingu á markaðsráðandi stöðu sem ella gæti leitt til íhlutunar. Þá leiddi samruninn heldur ekki til þess að markaðsráðandi staða eins eða fleiri samrunaaðila yrði til.

Að undangenginni rannsókn var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar væru um að samruni Pressunnar og DV hefði í för með sér að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á mörkuðum málsins væri raskað með þeim hætti að þörf væri á íhlutun. Taldi Samkeppniseftirlitið því ekki forsendur til að grípa til íhlutunar vegna samrunans í formi ógildingar eða með setningu skilyrða.

Ákvarðanir
Málsnúmer

41 / 2014

Dagsetning
19. desember 2014
Fyrirtæki

DV ehf.

Pressan ehf.

Atvinnuvegir

Aðrir fjölmiðlar

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.