Samkeppni Logo

Samruni 365 miðla ehf. og IP-fjarskipta ehf. (Tal)

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar samruna 365 miðla ehf. og IP-fjarskipta ehf., á grundvelli samrunatilkynningar sem eftirlitinu barst fyrr í haust. Í kjölfar viðræðna við samrunaaðila hafa 365 miðlar ehf. fallist á að hlíta tilteknum bindandi skilyrðum í starfsemi sinni í því skyni að draga úr hættunni á mögulegum samkeppnishamlandi áhrifum samrunans. Á þeim grunni hefur Samkeppniseftirlitið heimilað samrunann.

Samkvæmt framangreindu hafa 365 fallist á að sæta eftirfarandi skilyrðum í starfsemi sinni: 

  1. Óheimilt er að gera það að skilyrði fyrir kaupum á þjónustu sem fyrirtækið veitir á fjölmiðlamarkaði að fjarskiptaþjónusta félagsins fylgi með í kaupunum.

  2. Óheimilt að tvinna saman í sölu fjölmiðlaþjónustu fyrirtækisins og fjarskiptaþjónustu þess gegn verði eða viðskiptakjörum sem jafna má til slíks skilyrðis. Óheimilt er að gefa einstaka þjónustuþætti í heild sinni.

  3. Þá er tiltekið að innleiðingu og uppbyggingu þjónustu á farsíma- og sjónvarpsdreifingarmarkaði skuli lokið eigi síðar en 1. apríl 2016 og taka skilyrði þá að fullu gildi gagnvart þeirri þjónustu. Að öðru leyti taka skilyrðin strax gildi.

  4. Gæta skal gagnsæis í verðlagningu mismunandi þjónustuþátta fyrirtækisins.

Framangreind skilyrði eru byggð á mati á samkeppnisaðstæðum á viðkomandi mörkuðum. Það mat byggir á gögnum og sjónarmiðum hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum á fjölmiðla- og fjarskiptamörkuðum. Ennfremur var lagt mat á alþjóðlega þróun á fjölmiðlamarkaði, einkum hugsanlegra breytinga á markaði fyrir áskriftarsjónvarp.

Ákvarðanir
Málsnúmer

39 / 2014

Dagsetning
10. febrúar 2015
Fyrirtæki

365 miðlar ehf.

IP-fjarskipti ehf

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Önnur tengd fjarskiptaþjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.