Samkeppni Logo

Kaup Eddu slhf. á hlut í Pizza-Pizza ehf. og BHB Fasteignum ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Eddu slhf. á hlut í Pizza-Pizza ehf. og BHB Fasteignum ehf. Edda slhf. er fagfjárfestasjóður í stýringu hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. Hin yfirteknu félög hafa með höndum rekstur nítján veitingastaða undir merkjum Domino‘s Pizza hér á landi. Virðing hf. er jafnframt með yfirráð yfir nokkrum rekstrarfyrirækjum, í skilningi samkeppnislaga, í gegnum eignastýringarsamninga. Ekkert þeirra fyrirtækja starfar á markaði Domino‘s Pizza og er starfsemi samrunaaðila því á ólíkum sviðum og leiðir samruninn ekki til samþjöppunar á neinum markaði. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.

Ákvarðanir
Málsnúmer

5 / 2015

Dagsetning
8. apríl 2015
Fyrirtæki

Edda slhf.

Atvinnuvegir

Matvörur

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.