Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Eddu slhf. á hlut í Pizza-Pizza ehf. og BHB Fasteignum ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 5/2015
 • Dagsetning: 8/4/2015
 • Fyrirtæki:
  • Edda slhf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Eddu slhf. á hlut í Pizza-Pizza ehf. og BHB Fasteignum ehf. Edda slhf. er fagfjárfestasjóður í stýringu hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. Hin yfirteknu félög hafa með höndum rekstur nítján veitingastaða undir merkjum Domino‘s Pizza hér á landi. Virðing hf. er jafnframt með yfirráð yfir nokkrum rekstrarfyrirækjum, í skilningi samkeppnislaga, í gegnum eignastýringarsamninga. Ekkert þeirra fyrirtækja starfar á markaði Domino‘s Pizza og er starfsemi samrunaaðila því á ólíkum sviðum og leiðir samruninn ekki til samþjöppunar á neinum markaði. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.