Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Sjávarsýnar ehf. á öllu hlutafé í Skakkaturni ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 13/2015
  • Dagsetning: 22/5/2015
  • Fyrirtæki:
    • Skakkiturn ehf.
    • Sjávarsýn ehf
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup óstofnaðs einkahlutafélags í eigu Sjávarsýnar ehf. á Skakkaturni ehf. Skakkiturn hefur með höndum rekstur tveggja verslana á höfuðborgarsvæðinu undir merkinu Epli.is, starfsemi félagsins felst í að selja og þjónusta vörur frá bandaríska raftækjaframleiðandanum Apple inc. Sjávarsýn er fjárfestingafélag í einkaeigu og hefur félagið ekki starfsemi á markaði Skakkaturns. Því er um svokallaðan samsteypusamruna að ræða (e. conglomerate merger) og er því ekki um að ræða samþjöppun á markaði málsins. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Því er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.