Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni MP banka hf. og Straums fjárfestingarbanka hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 17/2015
 • Dagsetning: 12/6/2015
 • Fyrirtæki:
  • MP banki hf.
  • Straumur fjárfestingabanki
 • Atvinnuvegir:
  • Fjármálaþjónusta
  • Fjárfestingabankastarfsemi
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna MP banka hf. og Straums fjárfestingarbanka hf. MP banki er bæði viðskipta- og fjárfestingabanki en Straumur starfar eingöngu sem fjárfestingabanki. Bæði félögin starfa á grundvelli laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Á þeim mörkuðum sem samrunaaðilar starfa eiga þeir m.a. í samkeppni við þrjá alhliða banka sem eru hver um sig miklum mun stærri en sameinaður banki samrunaaðila. Verulegur munur er því á fjárhagslegum styrkleika sameinaðs banka og hvers þessara stóru banka. Að undangenginni rannsókn er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins sú að ekki séu fyrir hendi vísbendingar um að samruninn leiði til myndunar eða styrkingar markaðsráðandi stöðu samrunaaðila á neinum markaði. Jafnframt verður ekki séð að samkeppni á mörkuðum raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Samkeppniseftirlitið telur því ekki ástæðu til að aðhafast vegna þessa samruna.