Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup S38 slhf. á hlut í Íslandshótelum hf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 15/2015
 • Dagsetning: 16/6/2015
 • Fyrirtæki:
  • S38 slhf.
  • Íslandshótel hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Ferðaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar fjárfestingu S38 slhf. í Íslandshótelum. Um tilkynningarskyldan samruna er að ræða þar sem að fjárfestingin leiðir til breytinga á yfirráðum á þann hátt að S38 verður sameiginlega með yfirráð yfir Íslandshótelum ásamt einkafjárfesti. Íslandshótel hefur með höndum hótelrekstur víðsvegar um landið og er einn umsvifamesti aðilinn á þeim markaði. Gögn málsins sýna fram á að margir aðilar starfa á umræddum markaði og er markaðsráðandi staða ekki að myndast eða slík staða að styrkjast, þá kemur samruninn ekki til með að leiða til aukningar á samþjöppun á markaðnum, þar sem S38 stundar ekki starfsemi á honum fyrir samrunann. Að undangenginni rannsókn Samkeppniseftirlitsins er það niðurstaðan að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.