Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Veritas Capital ehf. á Gengur vel ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 18/2015
 • Dagsetning: 9/9/2015
 • Fyrirtæki:
  • Veritas Capital hf.
  • Gengur vel ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Veritas Capital ehf. og Gengur vel ehf. Veritas Capital ehf. festi kaup á öllu hlutafé Gengur vel ehf. og öðlaðist þar með yfirráð í heild yfir félaginu. Samrunaaðilar starfa á tengdum mörkuðum, báðir á mörkuðum tengdum innflutningi og heildsölu á heilsuvörum af ýmsum toga auk snyrtivara, þó ekki þeim sömu. Ekki var talin ástæða til íhlutunar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.