Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar fjárfestingu Akurs fjárfestinga slhf. í Iceland Excursions Allrahanda ehf./GRAY LINE ICELAND EHF. Fyrirhuguð viðskipti fela í sér breytingu á yfirráðum þannig að Akur mun sameiginlega fara með yfirráð yfir félaginu ásamt núverandi hluthöfum félagsins. Akur er framtaksfjárfestingarsjóður í rekstri sjóðastýringarfyrirtækisins Íslandssjóða, dótturfélagi Íslandsbanka. GRAY LINE ICELAND er ferðaþjónustufyrirtæki sem rekur margvíslega þjónustu henni tengdri þ. á m. rekstur hópbifreiða og ferðskrifstofu. Að mati Samkeppniseftirlitsins kann samruninn að óbreyttu að valda röskun á samkeppni og hafa samrunaaðilar lokið málinu með sátt við eftirlitið. Er skilyrðum sáttarinnar ætlað að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði GRAY LINE ICELAND gagnvart Íslandsbanka og þeim hluthöfum sem eiga hluti í keppinautum GRAY LINE ICELAND.
26 / 2015
Akur fjárfestingar slhf.
Iceland Excursions
Samgöngur og ferðamál
Samrunamál
"*" indicates required fields