Samkeppniseftirlitið hafði til skoðunar kaup Advania hf. á öllum hlutum í upplýsingatæknifyrirtækinu Tölvumiðlun ehf. Advania starfar einnig á upplýsingatæknimarkaði en meginstarfsemi Tölvumiðlunar er á sviði hugbúnaðarþróunar sem er undirmarkaður upplýsingatæknimarkaðar.
Með samrunanum styrkir Advania stöðu sína á markaði hugbúnaðarþróunar að einhverju leyti en þó ekki að því marki að það hafi skaðleg áhrif á samkeppni á þeim markaði þar sem ekkert bendir til þess að markaðsráðandi styrkist eða verði til við samrunann. Þá raskar samruninn ekki samkeppni á markaðinum að öðru leyti með umtalsverðum hætti að mati Samkeppniseftirlitsins. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til íhlutunar vegna þessa samruna.
31 / 2015
Advania hf.
Tölvumiðlun ehf.
Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
Samrunamál
"*" indicates required fields