Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 34/2015
  • Dagsetning: 23/12/2015
  • Fyrirtæki:
    • Kjarnafæði hf.
    • SAH afurðir ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Kjarnafæðis hf. og SAH afurða ehf. Starfsemi Kjarnafæðis er framleiðsla og sala á kjötafurðum til smásala en megin starfsemi SAH afurða er slátrun sauðfjár, stórgripa og heildsala með kjötafurðir og þá aðallega til Kjarnafæðis.

    Um er að ræða lóðréttan samruna þar sem Kjarnafæði kaupir 51,55% hlut Sölufélags Austur-Húnvetninga í SAH afurðum en fyrir átti Kjarnafæði 41,85% hlutafjár í SAH afurðum. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að samkeppni raskist með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/20015.