Samkeppni Logo

Kvörtun Fjarskipta hf. vegna Farice ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kvartanir er varða meinta misnotkun Farice ehf. (Farice) á markaðsráðandi stöðu. Lúta þessar kvartanir einkum að því að Farice bjóði gagnaverum lægra verð fyrir gagnaflutningsþjónustu en fjarskipafyrirtækjum hér á landi. Varðar málið samkeppnisaðstæður á fjarskiptamarkaði annars vegar, sem og hagmuni við uppbyggingu gagnavera hins vegar.

Upphaflega barst Samkeppniseftirlitinu erindi frá Fjarskiptum hf. (Vodafone), dags. 27. september 2012, þar sem kvartað var undan meintri misnotkun Farice á markaðsráðandi stöðu sinni. Þegar í upphafi komst Samkeppniseftirlitið að því að ekki væru forsendur til töku bráðabirgðaákvörðunar, sem krafist var. Þess í stað aflaði Samkeppniseftirlitið frekari gagna og sjónarmiða í því skyni að varpa ljósi á málið og þróun viðkomandi markaða. Þrátt fyrir að fjarskiptafélög annars vegar og gagnaver hins vegar kaupi bæði gagnatengingar af Farice þá er ekki hægt að sjá að þau séu keppinautar enda starfa þau ekki á sama þjónustumarkaði hér á landi. Viðskiptakjör Farice til gagnavera voru háð þeim skilmálum að þau nýti keyptan gagnaflutning einungis til eigin starfsemi. Það var gert til þess að þau myndu ekki nýta keyptan gagnaflutning til þess að undirbjóða fjarskiptafyrirtæki í sölu á þjónustu á fjarskiptamarkaði. Með því hefur Farice aðgreint þjónustu gagnavera og fjarskiptafyrirtækja í tvo aðskilda markaði en vilji gagnaver starfa á fjarskiptamarkaði þá muni þau sæta sömu kjörum hjá Farice og önnur fjarskiptafyrirtæki hér á landi.

Með hliðsjón af framangreindu komst Samkeppniseftirlitið að þeirri niðurstöðu að fjarskiptafélög og gagnaver væru ekki keppinautar sem starfi á sama þjónustumarkaði hér á landi. Í ljósi þess, eins og nánar er rökstutt í ákvörðuninni, var ekki talin ástæða til að aðhafast frekar í málinu.

Ákvarðanir
Málsnúmer

2 / 2016

Dagsetning
25. janúar 2016
Fyrirtæki

Farice ehf.

Fjarskipti hf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Markaðsyfirráð

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.