Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Rekstrarfélagsins Klettagarða ehf. á öllu hlutafé í Áltaki ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 3/2016
 • Dagsetning: 27/1/2016
 • Fyrirtæki:
  • Klettagarðar ehf.
  • Áltak ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Byggingarþjónusta
  • Framleiðsla á byggingarefnum
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Rekstrarfélagið Klettagarðar ehf. festu kaup á öllu hlutafé í Áltaki ehf. Áltak ehf. starfar á byggingamarkaði. Eigendur Rekstrarfélagsins Klettagarða ehf., og þar með Áltaks ehf., eru einnig eigendur að öðrum fyrirtækjum sem starfa á tengdum mörkuðum. Starfsemi fyrirtækjanna skarast þó ekki á þann hátt að Samkeppniseftirlitið meti það svo að vísbendingar séu um að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni. Er það því ákvörðun eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna samrunans.