Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni KS sölu ehf., Esju Gæðafæðis ehf. og Gallerí Kjöts ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 11/2016
 • Dagsetning: 22/3/2016
 • Fyrirtæki:
  • KS Sala ehf.
  • Esja Gæðafæði ehf.
  • Gallerí Kjöt ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Landbúnaður
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna KS sölu ehf. (hér eftir KS sala), Esju Gæðafæðis ehf. (hér eftir Esja) og Gallerí Kjöts ehf. (hér eftir Gallerí Kjöt) en KS sala er dótturfélag í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga svf. Með umræddum kaupum eignast KS sala allt hlutafé í Esju og Gallerí Kjöti. Samruninn nær til vinnslu kjötafurða. Esja starfar við kjötvinnslu og selur unnar vörur áfram til dagvöruverslana og stóreldhúsa á borð við veitingahús og mötuneyti. Gallerí Kjöt heldur úti sérverslun með kjöt og tengdar vörur. Samkeppniseftirlitið telur að ekki ástæðu til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.