Ákvarðanir
Kaup Blásala ehf. á Talenta ehf. og Staka automation ehf.
- Sækja skjal
 - Málsnúmer: 14/2016
 - Dagsetning: 23/5/2016
 - 
                    Fyrirtæki:
                        
                            
- Blásalir ehf.
 - Talenta ehf.
 - Staki automation ehf.
 
 - 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            
- Upplýsingatækni og hugbúnaðarþjónusta
 
 - 
                    Málefni:
                        
                            
- Samrunamál
 
 - 
                    Reifun
                    
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Blásala ehf. á öllum hlutum í upplýsingatæknifyrirtækjunum Talenta ehf. og Staka automation ehf. Blásalir er eignarhaldsfyrirtæki í meirihluta eigu Deloitte ehf., en Talenta og Staki eru upplýsingatæknifyrirtæki sem starfa við þjónustu hugbúnaðarlausna. Svokölluð styttri samrunaskrá fylgdi tilkynningunni um samruna. Taldi Samkeppniseftirlitið að í kaupunum fælist samruni í skilningi samkeppnislaga.
Eftir skoðun á þeim mörkuðum sem áhrifa gætir er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn muni ekki hafa afgerandi áhrif á markaðinn eða raska samkeppni að öðru leyti með umtalsveðrum hætti. Að undangenginni rannsókn er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé ástæða til íhlutunar vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.