Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni ÍSAM og Eggerts Kristjánsonar

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 15/2016
 • Dagsetning: 1/6/2016
 • Fyrirtæki:
  • Eggert Kristjánsson hf.
  • ÍSAM ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Matvörur
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna ÍSAM ehf. og Eggerts Kristjánssonar ehf. ÍSAM er í eigu Kristins ehf. sem er eignarhaldsfélag í einkaeigu. ÍSAM er framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki sem rekur eina stærstu heildverslun landsins með m.a. matvörur, golfvörur, hjúkrunarvörur og tóbak. Matvælaframleiðsla fyrirtækisins fer fram hjá dótturfyrirtækjunum ORA, Frón, Kexsmiðjunni og Myllunni. Jafnframt á félagið Fastus ehf. sem þjónar aðallega stofnana- og veitingamarkaði með tækjum, búnaði og rekstarvörum fyrir matvælaframleiðslu. Eggert Kristjánsson er heildsala sem flytur inn aðallega matvörur. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á einstaka undirmörkuðum á sviði matvælaframleiðslu geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.