Samkeppni Logo

Samruni Hampiðjunar hf. og P/F Vonar

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Hampiðjunnar hf. og P/F Vonar. Hampiðjan er framleiðandi á margvíslegum búnaði til fiskveiða og annarrar starfsemi á sjó auk tengdrar starfsemi. Stærstan hluta af veltu fyrirtækisins má rekja til erlendra dótturfélag fyrirtækisins. P/F Von er færeyskt fyrirtæki og er það framleiðandi á veiðarfærum og fiskeldisbúnaði. Fyrirtækið selur vörur sína á Íslandi í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Vónin Ísland. Stærstan hluta af veltu fyrirtækisins má rekja til viðskipta utan Íslands. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á veiðarfæramarkaði, né einstökum undirmörkuðum hans, geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Þá er ekki ástæða til að ætla að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Að undangenginn rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

16 / 2016

Dagsetning
13. júní 2016
Fyrirtæki

Hampiðjan hf.

P/F Von

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.