Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Pizza-pizza ehf. og G. Arnfjörð ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 20/2016
 • Dagsetning: 8/7/2016
 • Fyrirtæki:
  • Pizza Pizza ehf.
  • G. Arnfjörð ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Samgöngur og ferðamál
  • Ferðaþjónusta
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Pizza-pizza ehf. og G. Arnfjörð ehf. Pizza-pizza ehf. rekur sölustaði Domino‘s á Íslandi og með samruna þessum tekur Pizza-pizza ehf. yfir leigu og kaupir búnað tveggja sölustaða G. Arnfjörð, sem rekur Pizzuna, en bæði félögin starfa á sama markaði.

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.