Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Samhentra Kassagerðar hf. og Frjó Umbúðasölunnar. Samhentir eru í eigu Innís ehf. og nokkurra einstaklinga. Samhentir sérhæfa sig fyrst og fremst í heildsölu á umbúðum, rekstrarvörum og pökkunarvélum fyrir sjávarútveg, matvæla- og iðnaðarframleiðendur og endursöluaðila hvers konar. Frjó er einnig heildsölufyrirtæki sem starfi við sölu umbúða, véla og tæknibúnaðar svo og rekstarvöru. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á heildarmarkaði fyrir endursölu umbúða og einstaka undirmörkuðum hans geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
23 / 2016
Samhent Kassagerð ehf.
Umbúðasalan ehf.
Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields