Samkeppni Logo

Beiðni GI rannsókna ehf. (Gallup) um undanþágu vegna samræmdra mælinga á notkun almennings á vefmiðlum á Íslandi

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur í dag birt ákvörðun (nr. 24/2016) þar sem samstarfi tiltekinna vefmiðla og GI rannsókna ehf. (Gallup), um samræmdar mælingar á notkun almennings á vefmiðlum á Íslandi eru sett skilyrði. Gallup hafði fyrir hönd samstarfsaðila óskað eftir undanþágu frá ákvæðum samkeppnislaga sem banna samkeppnishindrandi samstarf fyrirtækja. Undanþágan hefur nú verið veitt með tilteknum skilyrðum þar sem einkum er leitast við að tryggja að samstarf umræddra fyrirtækja auðveldi aðgang nýrra og smærri fyrirtækja að markaðnum fyrir vefmiðla. 

Með verkefninu verða samræmdar, annars vegar upplýsingar um heimsóknir á íslensk vefsvæði og hins vegar upplýsingar um lýðfræðilega þætti (aldur, kyn, búsetu o.fl.) sem aflað verður með spurningakönnunum. Við meðferð málsins leitaði Samkeppniseftirlitið sjónarmiða þeirra sem eru aðilar að samstarfinu, opinberra aðila og annarra hagsmunaaðila auk þess sem umsagna og ýmissa upplýsinga var leitað vegna rannsóknar málsins.

Ákvarðanir
Málsnúmer

24 / 2016

Dagsetning
13. september 2016
Fyrirtæki

365 miðlar ehf.

Árvakur hf.

Bland ehf.

Fótbolti ehf.

GI rannskoknir ehf. (Gallup)

Já hf.

Mói mediea ehf.

RÚV ohf.

Vefpressan ehf.

Atvinnuvegir

Aðrir fjölmiðlar

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Málefni

Undanþágur

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.