Samkeppni Logo

Kaup Horns III slhf. á öllum hlutum í Hagvögnum hf., Hópbílum hf. og Hvaleyri hf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Horns III slhf.  á öllum hlutum í Hagvögnum hf., Hópbílum hf. og Hvaleyri hf. Helsta starfsemi þessa félaga er rekstur hópbifreiða undir vörumerkinu Hópbílar. Starfsemi Horns III felst í fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Félagið er framtakssjóður sem stofnaður er af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum markaði þessa máls í kjölfar samrunans. Sett hafa verið skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði framangreindra félaga gagnvart Landsbankanum. Í skilyrðum er einnig mælt fyrir um tiltekna meðferð upplýsinga gagnvart þeim aðilum sem eiga hluti í fleiri en einu fyrirtæki á markaðnum.  Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

28 / 2016

Dagsetning
27. október 2016
Fyrirtæki

Hagavagnar hf.

Hópbílar hf.

Horn III slhf.

Hvaleyri hf.

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.