Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Innkaup Landspítala á heilbrigðisvörum – mikilvægi samkeppni við opinber innkaup

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 29/2016
 • Dagsetning: 3/11/2016
 • Fyrirtæki:
  • Logaland ehf.
  • Landspítali
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Í ákvörðun þessari (nr. 29/2016) er gerð grein fyrir athugun Samkeppniseftirlitsins á innkaupum Landspítala og vísbendingum um samkeppnishamlandi háttsemi spítalans í tengslum við innkaup. Tilefni athugunarinnar var kvörtun Logalands ehf., en fyrirtækið er þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði sem selur heilbrigðisvörur, m.a. lækningatæki, hjúkrunarvörur og hjúkrunartæki. Við meðferð málsins var sjónarmiða og ýmissa gagna aflað frá aðilum málsins. Jafnframt var á fyrri stigum málsins tekin afstaða til beiðna Logalands um að Samkeppniseftirlitið beitti bráðabirgðaráðstöfunum í málinu, auk þess sem leyst var úr ágreiningi um afhendingu gagna.

  Í ákvörðuninni er komist að þeirri niðurstöðu að í ljósi aðstæðna í málinu séu hvorki forsendur til þess að beita bannreglum samkeppnislaga né ákvæðum samkeppnislaga sem heimila aðgerðir vegna háttsemi opinberra aðila sem hefur skaðleg áhrif á samkeppni. Byggir sú niðurstaða m.a. á sjónarmiðum um gildissvið samkeppnislaga, skörun á hlutverki eftirlitsins og kærunefndar útboðsmála og þeim aðgerðum sem Landspítali hefur gripið til. Þær aðgerðir fólust m.a. í yfirlýsingu sem spítalinn gaf út við meðferð málsins og er nánar lýst í ákvörðuninni.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar