Samkeppni Logo

Ákvörðun 30/2016, Kaup Árvakurs hf. á Eddu-útgáfu ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Árvakurs hf. á Eddu-útgáfu ehf. Tilkynning um samrunann barst með bréfi dagsettu 7. október 2016 en með bréfinu fylgdi samrunaskrá, sbr. 5. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005 og reglur nr. 684/2008 um tilkynningu samruna með síðari breytingum. Með bréfi dags. 12. október 2016 barst viðauki við samrunatilkynninguna þar sem veittar voru nánari upplýsingar um samrunann. Um er að ræða samruna sem fellur undir bæði samrunaákvæði samkeppnislaga og 62. gr. b fjölmiðlalaga nr. 38/2011. Með kaupunum eignast Árvakur allt hlutafé í Eddu-útgáfu ehf.  Að undangenginni rannsókn og í ljósi alls framangreinds, er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að engar vísbendingar séu um að kaup Árvakurs á Eddu útgáfu hafi í för með sér að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á mörkuðum raskist með umtalsverðum hætti þannig að þörf sé á íhlutun. Eru því ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.

Ákvarðanir
Málsnúmer

30 / 2016

Dagsetning
3. nóvember 2016
Fyrirtæki

Árvakur hf.

Edda miðlun- og útgáfa ehf.

Atvinnuvegir

Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun

Prentmiðlar

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.