Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Kristins ehf. á öllum hlutum í Korputorgi ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 32/2016
 • Dagsetning: 10/11/2016
 • Fyrirtæki:
  • Kristinn ehf.
  • Korputorg ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta
  • Fasteignasala
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Kristins ehf. á Korputorgi ehf. Kristinn ehf. á eignarhluti í ýmsum fyrirtækjum, s.s. Ísfélagi Vestmannaeyja hf., Kvos ehf., ÍSAM ehf. og Árvakri hf. Starfa þessi fyrirtæki á ýmsum sviðum atvinnulífsins en þó ekki á þeim markaði sem Korputorg starfar á. Korputorg er fasteignafélag sem á og rekur samnefnda fasteign sem er 45.550 fermetrar að stærð. Áformað er að hluti af Korputorgi verði nýtt undir starfsemi ÍSAM ehf. sem er einn stærsti birgir á dagvörumarkaði. 

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.