Samkeppni Logo

Kaup Límtrés Vírnets ehf. á öllum hlutum í Bindir og Stál ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna sem felur í sér að Límtré Vírnet ehf. (hér eftir Límtré Vírnet) kaupi allt hlutafé í Bindir & Stál ehf. (hér eftir Bindir og Stál). Límtré Vírnet er framleiðslu- og iðnfyrirtæki sem starfar á nokkrum undirmörkuðum alhliða byggingavörumarkaðar. Fyrirtækið stundar aðallega starfsemi á sviði utanhússklæðninga, innveggjastoða, hönnunar og framleiðslu á burðarvirki í límtré og steinullareiningum ásamt rekstri þjónustudeilda ásamt innflutningi á stálgrindarburðarvirki og fleiri íhlutum í byggingarlausnum fyrir verktaka, endursöluaðila og einstaklinga. Bindir og Stál stundar aðallega starfsemi á sviði þjónustu við þann hluta byggingariðnaðarins sem snýr að burðarvirki í uppsteypu og tengdum hlutum, niðurklippingu og beygingu á kambstáli og sölu á ýmis konar tækjum og búnaði til járnavinnslu á byggingastöðum, ásamt viðgerðarþjónustu við þau tæki. 

Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það niðurstaða eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Því sé ekki ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

10 / 2017

Dagsetning
20. febrúar 2017
Fyrirtæki

Bindir og Stál ehf.

Límtré Virnet ehf.

Atvinnuvegir

Byggingarþjónusta

Framleiðsla á byggingarefnum

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.