Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Skinneyjar-Þinganess hf. og Nesfisks ehf. á öllu hlutafé í Háteigi fiskverkun ehf. Skinney-Þinganes og Nesfiskur eru sjálfstæð fyrirtæki sem stunda bæði útgerð og fiskvinnslu og kaupa Háteig að jöfnum hlut. Háteigur stundar ekki útgerð heldur kaupir hráefni fyrir skreiðarverkun í eigin fiskþurrkunarhúsi og selur fiskhausa aðallega á Nígeríumarkað. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.
7 / 2017
Háteigur Fiskverkun ehf
Nesfiskur ehf.
Skinney-Þinganes hf.
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Sjávarútvegur og fiskvinnsla
Samrunamál
"*" indicates required fields