Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Basko ehf. á Kvosinni ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2017
  • Dagsetning: 24/4/2017
  • Fyrirtæki:
    • Basko ehf.
    • Kvosin ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Basko ehf. á Kvosinni ehf. Basko er móðurfélag smásölufyrirtækja sem reka dagvöruverslanir undir vörumerkjunum 10 -11 og Iceland. Á vegum samstæðunnar eru á fjórða tug verslana á landinu öllu, en flestar þeirra eru þó staðsettar á höfuðborgarsvæðinu. Samstæðan er fjórði stærsti aðilinn í sölu á dagvörum á Íslandi. Starfsemi Kvosarinnar felst í rekstri einnar dagvöruverslunar í Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á skilgreindum markaði þessa máls í kjölfar samrunans geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Þá er ekki ástæða til að ætla að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.