Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup S4S ehf. á öllu hlutafé í Ellingsen ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 20/2017
 • Dagsetning: 23/5/2017
 • Fyrirtæki:
  • Ellingsen ehf.
  • S4S ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup S4S ehf. á öllu hlutafé í Ellingsen ehf. Tilkynning um samrunann barst með bréfi dagsettu 30. desember 2016 en með bréfinu fylgdi samrunaskrá, sbr. 5. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005 og reglur nr. 684/2008 um tilkynningu samruna með síðari breytingum. Með bréfi dagsett 13. janúar 2017 barst viðauki við samrunatilkynninguna þar sem veittar voru nánari upplýsingar um samrunann. Með kaupunum eignast S4S allt hlutfé í Ellingsen og verður hið keypta félag rekið sem dótturfélag S4S. S4S  starfar á markaði fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og á markaði fyrir heildsölu á skófatnaði hins vegar. Ellingsen starfar einnig á þeim mörkuðum en þó aðallega á markaði fyrir innflutning og sölu á útivistar- og lífstílsvörum. Áhrif samrunans mun þó einkum gæta á mörkuðunum fyrir smásölu á skófatnaði annars vegar og heildsölu á skófatnaði hins vegar þar sem starfsemi samrunaaðila skarast.  

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.