Samkeppni Logo

Kaup Regins hf. á hlut í FM-húsum ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Regins hf. og FM-húsa ehf. Tilkynning um samrunann barst með bréfi dags. 14. júní 2017 en með bréfinu fylgdi svokölluð lengri samrunaskrá, sbr. 5. mgr. 17. gr. a. samkeppnislaga nr. 44/2005 og reglur nr. 684/2008 um tilkynningu samruna með síðari breytingum. Reginn er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur atvinnuhúsnæðis. FM-hús er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á skóla- og atvinnuhúsnæði. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. laga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

27 / 2017

Dagsetning
18. júlí 2017
Fyrirtæki

FM Hús ehf.

Reginn hf.

Atvinnuvegir

Fasteignasala

Sérfræðiþjónusta og önnur þjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.