Samkeppni Logo

Samruni Haga hf. og Lyfju hf

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Lyfju hf.

Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að með kaupum sínum á Lyfju hefðu Hagar styrkt markaðsráðandi stöðu sína á dagvörumarkaði og skaðleg samþjöppun hefði orðið á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Samruninn hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Sjá frétt.

Ákvarðanir
Málsnúmer

28 / 2017

Dagsetning
18. júlí 2017
Fyrirtæki

Hagar hf.

Lyfja hf

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.