Ákvarðanir
Samruni Haga hf. og Lyfju hf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 28/2017
- Dagsetning: 18/7/2017
- 
                    Fyrirtæki:
                        
                            - Hagar hf.
- Lyfja hf
 
- 
                    Atvinnuvegir:
                        
                            - Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
 
- 
                    Málefni:
                        
                            - Samrunamál
 
- 
                    Reifun
                    
Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Lyfju hf. Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að með kaupum sínum á Lyfju hefðu Hagar styrkt markaðsráðandi stöðu sína á dagvörumarkaði og skaðleg samþjöppun hefði orðið á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Samruninn hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Sjá frétt.