Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Kviku banka hf. á öllu hlutafé Virðingar hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 30/2017
  • Dagsetning: 28/8/2017
  • Fyrirtæki:
    • Virðing hf.
    • Kvika banki hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Fjárfestingabankastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar kaup Kviku banka á Virðingu. Kvika er sérhæfður fjárfestingarbanki og veitir ýmis konar fjármálaþjónustu, en Virðing er alhliða verðbréfafyrirtæki. Fyrirtækin starfa bæði á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, og veita þau bæði þjónustu á sviði eignastýringar, markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og við rekstur ýmis konar fjárfestingarsjóða í gegnum dótturfélög sín. Með samrunanum verður því samþjöppun á tilteknum undirmörkuðum fjármálaþjónustu en stóru viðskiptabankarnir þrír gnæfa yfir keppinauta sína hvort sem litið er til stærðar efnahagsreiknings, fjölda starfsmanna eða hlutdeildar á einstökum undirmörkuðum fjármálaþjónustu.  

    Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.