Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Fóðurblöndunnar ehf. og Höndlunar ehf. Fóðurblandan er dótturfélag í 49,21% eigu Kaupfélags Skagfirðinga og 24,91% í eigu FISK Seafood ehf. sem er dótturfélag í 100% eigu Kaupfélags Skagfirðinga. Þá hefur Kaupfélag Skagfirðinga nýlega fest kaup á Sauðárgili ehf. sem á 3,65% hlut í Fóðurblöndunni. Samanlagt er hlutur Kaupfélags Skagfirðinga og tengdra aðila í Fóðurblöndunni því 77,77%. Helsta starfsemi Fóðurblöndunnar er innflutningur og sala á fóðri til húsdýrahalds, áburði, gæludýrafóðri og ýmis konar rekstrarvöru til landbúnaðar. Fóðurblandan á tvö dótturfélög, Kornhlöðuna ehf. og Bústólpa ehf. sem bæði eru í 100% eigu Fóðurblöndunnar. Höndlun er dótturfélag í 100% eigu Dictum ehf. Helsta starfsemi Höndlunar er rekstur svínabúa á Hýrumel og Brautarholti. Höndlun selur grísi til slátrunar en stundar hvorki slátrun á grísum né frekari vinnslu á svínakjöti. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samruninn muni leiða til þess að markaðsráðandi staða verði til eða slík staða styrkist, né leitt í ljós að samruninn muni hafa þau áhrif í för með sér að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005. Það er því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu uppi forsendur til að hafast frekar að vegna þessa samruna.
31 / 2017
Fóðurblandan hf.
Höndlun ehf.
Matvörur
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields