Samkeppni Logo

Kaup FISK Seafood ehf. á öllu hlutafé í Soffaníasi Cecilssyni hf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna FISK Seafood ehf. og Soffaníasar Cecilssonar hf. FISK Seafood er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga hf. Samrunaaðilar eru í samskonar starfsemi þótt þeir geri út hvor frá sínum staðnum. Vinnsla samrunaaðila er því einnig ólík þannig að þeir framleiða í reynd ólíkar afurðir. FISK Seafood hefur fyrst og fremst selt frosinn fisk og léttsaltaðan en Soffanías Cecilsson saltfisk. Einnig eiga bæði félögin rækjukvóta. Þá vinnur FISK Seafood þá rækju sem félagið veiðir en Soffanías Cecilsson selur sína rækju til vinnslu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á einstaka undirmörkuðum á sviði matvælaframleiðslu geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

36 / 2017

Dagsetning
17. október 2017
Fyrirtæki

FISK-Seafood ehf.

Soffanías Cecilsson hf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Sjávarútvegur og fiskvinnsla

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.