Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup FISK Seafood ehf. á öllu hlutafé í Soffaníasi Cecilssyni hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 36/2017
  • Dagsetning: 17/10/2017
  • Fyrirtæki:
    • Fisk Seafood ehf.
    • Soffanías Cecilsson hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna FISK Seafood ehf. og Soffaníasar Cecilssonar hf. FISK Seafood er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga hf. Samrunaaðilar eru í samskonar starfsemi þótt þeir geri út hvor frá sínum staðnum. Vinnsla samrunaaðila er því einnig ólík þannig að þeir framleiða í reynd ólíkar afurðir. FISK Seafood hefur fyrst og fremst selt frosinn fisk og léttsaltaðan en Soffanías Cecilsson saltfisk. Einnig eiga bæði félögin rækjukvóta. Þá vinnur FISK Seafood þá rækju sem félagið veiðir en Soffanías Cecilsson selur sína rækju til vinnslu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á einstaka undirmörkuðum á sviði matvælaframleiðslu geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.