Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Vinnslustöðvarinnar hf. á Útgerðarfélaginu Glófaxa ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 33/2017
 • Dagsetning: 20/10/2017
 • Fyrirtæki:
  • Vinnslustöðin hf.
  • Útgerðarfélagið Glófaxi ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Vinnslustöðvarinnar hf. og Útgerðarfélagsins Glófaxa ehf. Fyrirtækin starfa við útgerð fiskiskipa, Vinnslustöðin er eitt stærsta útgerðarfélag landsins og gerir út sjö skip ásamt því að reka umsvifamikla fiskvinnslu. Starfsemi Glófaxa felst í útgerð á einu nótaskipi frá Vestmannaeyjum, eftir samrunann mun aflahlutdeild sameinaðs félags vera undir 5% í heildaraflaheimildum í íslenskri fiskveiðilögsögu, mælt í þorskígildistonnum.

  Hér er því um að ræða láréttan samruna þar sem Vinnslustöðin kaupir allt hlutafé í Glófaxa. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.