Samkeppni Logo

Samruni dótturfélags Horns III slhf., PAC1501 ehf. annars vegar og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. hins vegar

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna PAC1501 ehf. og Reykjavík Sightseeing Invest ehf. Helsta starfsemi Reykjavík Sightseeing Invest ehf. er smásala á ferðum fyrir ferðamenn. Starfsemi Horns III slhf. felst í fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdum fjárfestingum og tengdum rekstri. Félagið er framtakssjóður sem stofnaður var af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Í máli þessu verður ekki til markaðsráðandi staða og slík staða styrkist ekki en sett hafa verið skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði framangreindra félaga gagnvart Landsbankanum. Skilyrðin eru sett í sátt við samrunaaðila og í þeim er einnig mælt fyrir um tiltekna meðferð upplýsinga gagnvart þeim aðilum sem eiga hluti í fleiri en einu fyrirtæki á markaði. Að undangenginni rannsókn Samkeppniseftirlitsins er það niðurstaðan að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.

Ákvarðanir
Málsnúmer

34 / 2017

Dagsetning
1. nóvember 2017
Fyrirtæki

Horn III slhf.

PAC1501.ehf

Reykjavík Sightseeing Invest ehf.

Atvinnuvegir

Ferðaþjónusta

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.