Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Stjörnugríss hf. og Stjörnueggja hf. á fasteignum og jörðum Gjáholts ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 39/2017
 • Dagsetning: 14/11/2017
 • Fyrirtæki:
  • Stjörnugrís hf.
  • Stjörnuegg hf.
  • Gjábakka ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Landbúnaður
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Stjörnugríss hf. og Stjörnueggja hf. á fasteignum og jörðum Gjáholts ehf. Stjörnugrís starfrækir svínabú og annast jafnframt slátrun svína auk vinnslu og sölu á afurðum. Stjörnuegg starfar við framleiðslu og sölu á eggjum. Gjáholt er fasteignafélag og er megintilgangur þess kaup og sala fasteigna, jarða og lóða. Gjáholt var systurfélag Brúneggja ehf. sem starfaði einnig við framleiðslu á eggjum. Gjáholt tók við rekstri Brúneggja þegar félag Brúneggja var tekið til gjaldþrotaskipta þann 3. mars. 2017.  

  Með samrunanum kaupir Stjörnugrís m.a. svínahús að Brautarholti 10, en fyrirtækið Höndlun ehf. hefur umrætt húsnæði til leigu þar sem það starfrækir svínaeldi í samkeppni við Stjörnugrís. Þá kaupa Stjörnuegg húsnæði er hýsir núverandi eggjaframleiðslu Gjáholts að Stafholtsveggjum II og Brautarholti 5. 

  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.