Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Vörumiðlunar ehf. og Fitja-Vörumiðlunar ehf. Hvort félag um sig flytur vörur á Íslandi með vörubílum og er meginstarfsemi Vörumiðlunar og Fitja-Vörumiðlunar vöruflutningar á landi. Vörumiðlun hefur haft miðstöð á Sauðárkróki og hefur aðallega flutt vörur milli Reykjavíkur og byggðalaga á Norðvesturlandi og Dölum. Stærsti hluthafi Vörumiðlunar er Kaupfélag Skagfirðinga svf. sem á allt hlutafé félagsins. Fitjar-Vörumiðlun sinnir áætlunarflutningum á milli Reykjavíkur og Reykjanesbæjar en auk þess einnig flutningum innan Reykjaness. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að ekki sé ástæða til að ætla að samþjöppun á einstaka undirmörkuðum á sviði matvælaframleiðslu geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
1 / 2018
Fitjar-Vörumiðlun ehf.
Vörumerking ehf.
Landflutningar
Samgöngur og ferðamál
Samrunamál
"*" indicates required fields