Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Arctic Adventures hf. og Geirlands ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2018
  • Dagsetning: 22/1/2018
  • Fyrirtæki:
    • Arctic Adventures hf.
    • Geirland ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Arctic Adventures hf. (hér eftir Arctic Adventures) og Geirlands ehf. (hér eftir Geirland) Samruninn var tilkynntur með svokallaðri styttri samrunaskrá þann 27. desember 2017. Með samrunanum tekur Arctic Adventures yfir allan rekstur Geirlands en Arctic Adventures starfar sem eignarhaldsfélag um fyrirtæki í ferðaþjónustu á meðan að Geirland hefur rekið 40 herbergja hótel að Geirlandi í Skaftárhreppi. Um er að ræða láréttan samruna sem tekur til markaðar fyrir hótelrekstur annars vegar og markaðar fyrir veitingarekstur hins vegar, á Suðurlandi.

    Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu, eða styrkingu á slíkri stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.