Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Reirs ehf. og Gluggasmiðjunnar ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 6/2018
 • Dagsetning: 13/2/2018
 • Fyrirtæki:
  • Gluggasmiðjan ehf.
  • Reir ehf.
 • Atvinnuvegir:
  • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Reirs ehf. (hér eftir Reir) og Gluggasmiðjunnar ehf. (hér eftir Gluggasmiðjan). Samruninn var tilkynntur með svokallaðri styttri samrunaskrá þann 9. janúar 2018. Samruninn felur í sér að Reir kaupir 79,323% hlutafjár í Gluggasmiðjunni.  Með samrunaskránni fylgdi ennfremur bréf þar sem samrunaaðilar óskuðu eftir undanþágu frá banni við því að samruninn kæmi framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallaði um hann, sbr. 4. mgr. 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Var samrunaaðilum veitt undanþágan með bréfi dagsett 12. janúar 2018. Gluggaverksmiðjan er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum til handa byggingaverktaka, einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Reir er eignarhaldsfélag sem starfar einkum við verðbréfaviðskipti ásamt því að taka að sér tilfallandi byggingarverkefni. Eftir rannsókn á samrunanum var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.