Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Hvaleyrar hf. og Bus Hostel ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 18/2018
 • Dagsetning: 11/6/2018
 • Fyrirtæki:
  • Hvaleyri hf.
  • L56 ehf.
 • Atvinnuvegir:

  Enginn atvinnuvegur finnst

 • Málefni:

  Engin málefni finnast

 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Hvaleyrar hf. og Bus Hostel ehf. Hvaleyri hf. er dótturfélag Pac1501 ehf. sem er í fullri eigu Horns III slhf. Starfsemi Hvaleyrar felst í að reka fasteignir sem tengjast rekstri dótturfélaga Pac1501 ehf. en dótturfélögin starfa á heildarmarkaði fyrir fólksflutninga með hópferðabifreiðum. Starfsemi Bus Hostel ehf. felst í rekstri tveggja hótela í Reykjavík. Fyrirtækið telur sig vera með 1% hlutdeild af heildar gistirými á hótelum á höfuðborgarsvæðinu sem þeir telja vera um 10.500. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að um er að ræða svokallaðan samsteypusamruna og ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á skilgreindum mörkuðum þessa máls í kjölfar samrunans geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Þá er ekki ástæða til að ætla að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.