Samkeppni Logo

Yfirtaka Keahótels ehf. á rekstri Sandhótels ehf. og Hótels Kötlu.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar yfirtöku Keahótels ehf. á rekstri Sandhótels ehf. í Reykjavík annars vegar, og Hótels Kötlu í Mýrdalshreppi hins vegar, ásamt öllum eignum sem tengjast rekstrinum, á grundvelli leigusamninga. Samruninn var tilkynntur með svokallaðri styttri samrunaskrá þann 18. maí 2018. Keahótel á og rekur alls átta hótel á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Sandhótel er staðsett í miðborg Reykjavíkur og Hótel Katla á Suðurlandi. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samþjöppun á skilgreindum markaði þessa máls í kjölfar samrunans geti verið grundvöllur samkeppnisbresta. Þá er ekki ástæða til að ætla að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

19 / 2018

Dagsetning
06/25/2018
Fyrirtæki

Hótel Katla

Keahótel ehf

Sandhótel ehf.

Atvinnuvegir

Samgöngur og ferðamál

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.