Samkeppni Logo

Samruni Reita fasteignafélags hf. og Vínlandsleiðar ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Reita fasteignafélags hf. og Vínlandsleiðar ehf. Reitir er fasteignafélag sem fjárfestir í, leigir út og annast rekstur á atvinnuhúsnæði. Fyrir viðskiptin er fasteignasafn þeirra um 445.000 fermetrar að stærð. Helstu fasteignir í eigu félagsins eru Kringlan, Kauphallarhúsið, Höfðabakki 9 og Holtagarðar ásamt fjölmörgum verðmætum fasteignum í miðbæ Reykjavíkur. Félagið er skráð í Kauphöll Íslands og er í dreifðu eignarhaldi. Vínlandsleið er fasteignafélag sem leigir út fasteignir til atvinnustarfsemi og hefur yfir að ráða tæplega 18.000 fermetrum af atvinnuhúsnæði. Um er að ræða fimm fasteignir sem staðsettar eru á höfuðborgarsvæðinu. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að þau viðskipti sem hér eiga sér stað fela í sér óverulega samþjöppun á skilgreindum markaði þessa máls. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. 

Ákvarðanir
Málsnúmer

20 / 2018

Dagsetning
20180625
Fyrirtæki

Reitir fasteignafélag hf.

Vínlandsleið ehf.

Atvinnuvegir

Fjármálaþjónusta

Málefni

Samrunamál

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.