Samkeppni Logo

Kaup L1041 ehf. á 40% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi ehf.

Reifun

Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup L1041 ehf. á 40% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi ehf. L1041 er núverandi eigandi að 50% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi en það félag á 100% eignarhlut í Steypustöðinni ehf. Samkvæmt samrunaskrá er enginn eiginlegur rekstur í L1041 en eini tilgangur félagsins er starfsemi eignarhaldsfélags og fjárfestingar í hlutabréfum. L1041 er í eigu Mókolls ehf. Hinn 50% eigandi ST eignarhaldsfélags er Bósi ehf. (hér eftir Bósi) sem er í eigu F6569 ehf. Bósi á ekki hlut í öðrum félögum. Með samrunanum verður sú breyting á að L1041 fer með 90% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi og Bósi fer með 10% eignarhlut. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að samkeppni er ekki að raskast með umtalsverðum hætti og hvorki er markaðsráðandi staða að myndast né slík staða að styrkjast. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.

Ákvarðanir
Málsnúmer

22 / 2018

Dagsetning
20180705
Fyrirtæki

Bósi ehf.

L1041 ehf.

ST eignarhaldsfélag ehf.

Atvinnuvegir

Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.

Málefni

Annað

Leit

Nýr vefur samkeppni.is

Á dögunum var settur í loftið Beta útgáfa af nýjum vef. Við tökum glöð á móti öllum ábendingum og athugasemdum varðandi nýja vefinn í gegnum formið hér að neðan.

"*" indicates required fields

This field is for validation purposes and should be left unchanged.