Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Beiðni Lyfjaauðkennis ehf. um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 26/2018
  • Dagsetning: 9/10/2018
  • Fyrirtæki:
    • Lyfjaauðkenni ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Heilbrigðis- og félagsmál
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar beiðni Lyfjaauðkennis ehf. um undanþágu frá 10. gr. samkeppnislaga vegna samstarfs lyfjafyrirtækja um stofnun og starfrækslu félagsins. Tilgangur félagsins er uppsetning og starfræksla lyfjagagnagrunns sem hefur að markmiði að koma í veg fyrir dreifingu falsaðra lyfja og byggir á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2011/62/EB og afleiddum gerðum. Reglur þessar hafa ekki verið innleiddar í íslenskan rétt. Starfræksla félagsins er talin fara gegn bannákvæði 10. gr. samkeppnislaga. Á grundvelli 15. gr. samkeppnislaga er undanþága veitt með tilteknum skilyrðum.