Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Veritas Capital ehf. og Stoðar hf. Veritas Capital er móðurfélag fjögurra félaga sem reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Stoð er þjónustufyrirtæki sem framleiðir og selur stoðtæki, spelkur og aðrar stuðningsvörur til einstaklinga. Um er að ræða samsteypusamruna þar sem Veritas Capital ehf. kaupir allt hlutafé í Stoð hf.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.
25 / 2018
Stoð hf.
Veritas Capital hf.
Heilbrigðis- og félagsmál
Samrunamál
"*" indicates required fields