Samkeppniseftirlitið
hefur haft til skoðunar kaup Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Starfsemi
samrunaaðila felst í rekstri lyfjaverslana. Lyf og heilsa hf. rekur apótek um
landið allt undir heitinu Lyf og heilsa annars vegar og Apótekarinn hins vegar.
Opna ehf. rekur eitt apótek, Apótek MOS, sem staðsett er í Mosfellsbæ.
Vöru- og þjónustumarkaður málsins er markaður fyrir smásölu
lyfja. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins hefur leitt í ljós að lyfsala í
Mosfellsbæ beri einkenni þess að vera staðbundin. Það er því mat eftirlitsins
að í máli þessu teljist Mosfellsbær vera sérstakur landfræðilegur markaður. Þá
er það mat Samkeppniseftirlitsins að samrunaaðilar séu nánir og mikilvægir
keppinautar í Mosfellsbæ og raunar einu keppinautarnir í bæjarfélaginu. Í
kjölfar samrunans mun því það samkeppnislega aðhald sem þeir hafa veitt hvor
öðrum hverfa og mun það að mati Samkeppniseftirlitsins, eitt og sér, raska
samkeppni með umtalsverðum hætti.
Það er jafnframt mat Samkeppniseftirlitsins að með samrunanum yrði til fyrirtæki í
markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir smásölu lyfja í Mosfellsbæ og að tilkoma
þess væri til þess fallin að draga með alvarlegum hætti úr virkri samkeppni á
þeim markaði. Þá gæti hið sameinaða fyrirtæki í krafti stöðu sinnar takmarkað
samkeppni. Hið sameinaða fyrirtæki myndi búa yfir miklum fjárhagslegum og
efnahagslegum styrkleika en mikilvægt er í þessu sambandi að hafa í huga að Lyf
og heilsa eru fyrir samrunann einn stærsti lyfjasmásali á landinu. Þá er það
niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að aðgangshindranir séu það miklar að ekki
séu verulegar líkur á því að nýr öflug keppinautur geti komið inn á markaðinn
innan skamms tíma og dregið úr markaðsstyrk og skaðlegum áhrifum þessa samruna.
Með hliðsjón af
framansögðu er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn raski
samkeppni og fari gegn 17. gr. c samkeppnislaga. Ógildir Samkeppniseftirlitið
því samrunann.
28 / 2018
Lyf og heilsa hf.
Opna ehf.
Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields