Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf.

 • Sækja skjal
 • Málsnúmer: 2/2019
 • Dagsetning: 5/2/2019
 • Fyrirtæki:
  • Póstmiðstöðin ehf.
  • 365 miðlar hf.
  • Árvakur hf.
 • Atvinnuvegir:
  • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Prentmiðlar
 • Málefni:
  • Samrunamál
 • Reifun

  Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Árvakurs hf. og 365 hf. á Póstmiðstöðinni. Tilkynning um samrunann barst með bréfi dags. 13. júlí 2018 en með bréfinu fylgdi svokölluð lengri samrunaskrá, sbr. 5. mgr. 17. gr. a. samkeppnislaga nr. 44/2005 og reglur nr. 684/2008 um tilkynningu samruna með síðari breytingum. Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins og rekur fréttavefinn mbl.is auk fleiri vefmiðla, s.s. Finna.is, blog.is, Iceland Monitor. Dótturfélag Árvakurs er Landsprent ehf. sem er sérhæfð blaðaprentsmiðja sem býður upp á prentun og dreifingu ásamt fjölbreyttri þjónustu við útgáfu á kynningar- og auglýsingaefni. Þá er Edda-útgáfa ehf., sem gefur út Andrésblöð og tengt efni, dótturfélag Árvakurs. Einnig rekur Árvakur útvarpsstöðvarnar K100 og Retro 895. 365 hf. er að meginstofni eignarhaldsfélag, og eru helstu eignir félagsins 100% hlutur í Torgi, rekstrarfélagi Fréttablaðsins og tengdra miðla, og tæplega 11% hlutur í Sýn hf. Póstmiðstöðin annast dreifingu á bókum, blöðum, vörum og öðru efni, kaup, sölu og rekstur fasteigna, lánastarfsemi og annan skyldan rekstur. Póstmiðstöðin á tvö dótturfélög, Póstdreifingu og Póstþjónustuna. Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Árvakurs hf. og 365 hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Samruninn er háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um.