Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Freyju framtakssjóðs slhf. á 49% hlut í Ísmar ehf. Freyja er framtakssjóður í rekstri Kviku banka hf. Ísmar er einkahlutafélag sem sérhæfir sig í tækjabúnaði til hvers konar landmælinga, vélstýringa, loftræstikerfa, hitamyndavéla, fjarskipta og lasertækni. Fyrirtækið hefur haslað sér völl á sviði búnaðar til umferðaröryggis og löggæslu.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.
4 / 2019
FREYJA Framtakssjóður slhf.
Ísmar ehf.
Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
Samrunamál
"*" indicates required fields