Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. á öllum hlutum í Norðurbiki ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 19/2019
  • Dagsetning: 11/6/2019
  • Fyrirtæki:
    • Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf
    • Norðurbik ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar-Colas hf. á Norðurbiki ehf. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas er íslenskt hlutafélag og meginstarfsemi þess felst í framleiðslu og sölu á malbiki, auk þess sem félagið starfar við margs konar malbikunarþjónustu. Norðurbik er íslenskt einkahlutafélag sem framleiðir og selur malbik. Markmið samrunans er að Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas verði samkeppnishæfur aðili á Norðurlandi og að mati félagsins er þar um áhugaverða fjárfestingu að ræða. Þá felist í kaupunum einnig möguleikar á að auka veltu félagsins.

    Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.